3 dl. Vatn
1 msk sykur
150 gr. Smjörlíki
150 gr. Hveiti
1 tsk. Lyftiduft
4-5 egg (eftir stærð).
Vatn, sykur og smjörlíki soðið saman í potti. Taka pottinn af og hræra hveitinu og lyftiduftinu saman við. Setja pottinn aftur á helluna og hræra vel og hraustlega í með sleif, þar til deigið er slétt og loðir vel saman. Kæla smástund og bæta síðan eggjunum í einu í einu og hræra vel á milli.
Setjið með skeið á smjörpappír, ekki stórar slummur, því þær lyfta sér vel.
Bakist við 200°C í ca. 30 mín. EKKI opna ofninn fyrr en rétt í restina (annars falla bollurnar).
Setja sultur og rjóma á milli, söxuð ber (jarðaber/bláber) í rjóma á milli og brætt súkkulaði eða glassúr ofan á toppinn.
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar