tirsdag 9. mars 2010

Súkkulaðibomba

Kaka:
4 egg
2 dl. sykur
1 dl. hveiti
200 gr. smjör
200 gr. suðusúkkulaði

Krem:

70 gr. smjör
150 gr. suðusúkkulaði
1-2 mtsk. sýróp

Aðferð kaka: egg og sykur hrært mjög vel saman, hveiti blandað rólega saman við, smjör og súkkulaði brætt saman, kælt lítillega og blandað varlega saman við deigið og hrært í á meðan. Bakað í kringlóttu formi í 35 mín við 170°C.

Aðferð krem: allt brætt saman í potti við vægan hita og hellt yfir kökuna (sem búið er að kæla annars bráðnar kremið inni í hana).

Gott að bera fram með jarðaber og rjóma

Nammi nammi namm.

Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar