tirsdag 9. mars 2010

döðluterta

1 bolli döðlur
1 bolli súkkulaði (má alveg vera aðeins meira)
1 bolli sykur
3 msk hveiti
3 msk kalt vatn
2 egg
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar

Aðferð

Saxið döðlur og súkkulaði smátt. Blandið öllu vel og vandlega saman í skál. Setjið í eldfast hringlaga mót og bakið við 180 gráður í 25 mínútur. Gott með þeyttum rjóma eða ís og súkkulaðispæni.

Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar