lørdag 22. januar 2011

Biscotti með súkkulaði og rúsínum





1 bolli sykur

1 bolli púðursykur

2 egg, hrærð saman

1/3 bolli smjör

1 tsk vanilludropar

1 tsk möndludropar

1 bolli heilar möndlur. Með hýði eða án.

1 bolli bland af rúslum og dökku súkkulaði. Bá vera annaðhvort, á sleppa, má setja meira af hnetum...

2.5 bollar hveiti

2 tsk lyftiduft

1 tsk kanill

1 eggjarauðu og 3 - 4 msk vatn til penslunar

Aðferð:

Hita ofn í 180 gráður.

1. Hræra saman smjör, sykur og egg, eitt í einu, þangað til létt og ljóst. Bæta þá við möndlu- og vanilludropum.

2. Sigta saman þurrefnin og bæta út í smjörblönduna ásamt möndlum, súkkulaðibitum og rúslum. Hella deiginu á smjörpappír eða skipta því niður í skálinni. Ég tvöfaldaði minn skammt svo ég hellti öllu á bökunarpappír.

3. Skipta deiginu í 3 skammta. Forma í hálfgert baguette og koma fallega fyrir á bökunarpappír. Gott að hafa rúmt pláss því þessi snilld tvöfaldast að stærð. Pensla topp með eggjalböndu og strá smá kanilsykri yfir.


4. Baka í ofni í 20 mín, eða þangað til fallega brúnt/gyllt og miðjan er nokkuð stíf. Taka út úr ofni, af ofnplötu og kæla lítillega á bökunarpappírnum. Stilla ofn á 150 gráður. Skera kökurnar niður í 1 - 1,5 cm sneiðar, leggja á hliðina og baka í 15 - 20 mín í viðbót og snúa á hina hliðina einusinni í millitíðinni.

Taka þá út úr ofni, leyfa að kólna smá og loks kæla alveg á grind. Setja í loftþétt ílát og stelast í af og til. Ef það verður eitthvað eftir. Þessar kökur geymast mjög lengi.

Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar