Kryddar 4-5
bringur með einhverjum góðum kryddum t.d.sítrónupipar (set alltaf olíu í
botninn og krydda
olíuna og velti svo bringunum upp úr). Settu kjúllann inn í heitan ofn á
180°blástur í 25
mín. Taktu hann þá út og settu fyllinguna ofan á.
Fyllingin:
Heil krukka
sólþurrkaðir (saxa niður)
1-2 rauðlaukar eftir
stærð
4-5 hvítlauksgeirar
Fetaostur – tæplega
1 krukka
1msk púðursykur
2msk hunang
2msk sætt sinnep
2msk tómatsósa
Sett aftur inn í ofn
í 17 mín. Þarf yfirleitt ekki meiri tíma en 42 mín. Prufaðu svo bara
að skera í kjúllann.
Má alls ekki verða of þurr. (passa að sigta vel bæði sólþ.tómatana og
fetaostinn svo ekki
verði allt löðrandi í olíu)
Köld hvítlaukssósa:
4msk (kúfaðar)
sýrður rjómi
2msk majónes (gott
að nota gríska jógurt í staðinn)
2msk sætt sinnep
½ msk tómatsósa
4-5 hvítlauksgeirar
Borið fram með grænu
fersku salati og snittubrauði ásamt köldu sósunni
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar