Uppskrift:
- 400 gr spaghettí, soðið
- 30 gr smjör
- 1 askja rifinn piparostur (85 gr)
- 2 egg
- 900 gr nautahakk
- salt og pipar
- gott kjötkrydd
- 1 tsk nautakraftur
- 1/2 laukur, saxaður smátt
- 1 krukka tómatsósa með basiliku frá Rinaldi (680 gr)
- rifinn ostur
- 1 bréf pepperóní
Bakarofn hitaður í 200 gráður.
Spaghettí soðið eftir leiðbeiningum og blandað heitu vel saman við smjör, egg
og rifinn piparost. Lagt í botninn á stóru eldföstu móti. Laukurinn steiktur á
pönnu og nautahakkinu bætt út á pönnuna, kryddað. Hakkið steikt þar til það er
eldað í gegn. Þá er því dreift yfir spaghettíið. Því næst er tómatsósunni hellt
yfir hakkið. Rifnum osti dreift yfir og pepperóni raðað ofan á. Bakað í ofni í
25 mínútur.