Uppskrift
1 kg hveiti
2 pakkar þurrger
2 tsk lyftiduft
120 gr sykur
2.5 dl mjólk
200 gr smjör/smjörlíki
2 dl vatn
1 stk egg
2 tsk kardimommudropar
Aðferð:
-Öll þurrefnin sett í skál, vökvinn hitaður þar til volgur og smjörið/smjörlíkið bráið, hnoðað
-Látið hefa sig í klst, flatt út í ferning, bráðnu smjöri smurt yfir allt deigið og vel af púðursykurs, sykurs og kanilblöndu stráð jafnt yfir
-Deiginu rúllað upp, skorið í sneiðar og raðað á plötu og látið hefast í 30-60 mín
-Bakað við 180 í 15-20 mín eða þar til snúðarnir eru ljósbrúnir
-látnir kólna og sett óhemju mikið af súkkulaðikremi ofaná !
Þurrefnum er blandað í skál. og ég bræði vanalega smjörið, set mjólkina útí og nota heitt vatn og bæti því saman við til þess að fá vökvann volgan. (Ef ykkur finnst þetta eitthvað flókið þá getið þið hitað vökvann í potti eða í örbylgjuofni þangað til að hann er volgur. Setjið ofan í smjör, mjólkur og vatnsblönduna, egg og kardimommudropa.
landið saman öllum vökvanum útí þurrefnin og hrærið saman með sleif þar til að þið náið þessu það vel saman að þið getið farið að hnoða þetta saman í höndunum
Setjið deigið í stóra skál og látið hefast í klst. Ég er yfir höfuð svakalega óþolinmóð og læt deigið yfirleitt standa í heitu vatni í vaskinum.
Eftir klst er deigið orðið stórt og fluffy. Sláið það niður og fletjið út á borð.
Ekki skipta deiginu niður
Fletjið ALLT deigið út :)
(já, ég segi þetta með ásakandi röddu, þetta er svo mikilvægt !)
Ofan á degið set ég bráðið smjör/smjörlíki ofan á það set ég blöndu af púðursykri og sykri (50%/50%) með slatta af kanil.
Því miður er engin uppskrift og svoldið eftir feel hvað maður setur mikið.
ég myndi giska á að maður þurfi um 150 gr smjör (ekki innifalið í uppskriftinni hér neðar) og best er að dreifa því út með sleikju.
Svo er bara að rúlla öllu deiginu upp í rúllu og skera niður í snúða. Hafið þá þykka eða um 3 cm.
Ef þið hafið tíma, látið snúðana lyfta sér aftur þarna í 30-60 mín, ef ekki, so be it :) og ég skil ykkur alveg að geta ekki beðið svo lengi, ég get það MJÖG sjaldan :)
Bakið í ofni á blæstri (ef þið ætlið að láta allar plöturnar inn í einu) og alls alls ALLS ekki láta snúðana verða brúnni en þetta... Þeir eiga að verða djúsí inní.
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar