fredag 24. februar 2012

Hafraklattar

Hafraklattar, segjum 8, ákkúrat mátulega stórir bitar

  • 1 bolli hafrar
  • 1/2 bolli kókosmjöl
  • 1/2 bolli sólblómafræ (mikið sem ég svoleiðis elska sólblómafræ - ristaðu þau fyrst ef þú vilt, skemmir ekki)
  • 1/4 bolli hveitikím
  • 1/4 bolli uppáhalds múslí eða t.d. sesamfræ. (chia, chia)
  • 1/4 bolli niðurskornar þurrkaðar aprikósur
  • 1/4 bolli niðurskornar þurrkaðar döðlur
  • 1/3 bolli hunang
  • 1,5 msk smjör (kókosolía/eplamauk)
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • Salt eftir smekk

Hræra saman höfrum, kókosmjöli, sólblómafræjum, salti og hveitikími í stórri skál. Setja döðlur, aprikósur, hunang, smjör og vanilludropa saman í pott, yfir meðalhita, og hræra saman þangað til döðlur og apríkósur eru farnar að bráðna saman við hunangsblönduna og hunangið rétt farið að bubbla. Færa þá pott af hita og byrja á því að skófla þurrefnum ofan í hunangspottinn þangað til áferðin er orðin að þínu skapi.

Það var smá eftir af þurrefnum í mínum skammti. Rúmlega 1/2 bolli kannski? Fínt að rista það og nota út á næsta skyrskammt!

Hella blöndunni á smjörpappír og móta í ferhyrning. Leggja smjörpappír ofan á blönduna og þrýsta á með t.d. skurðabretti. Móta aftur, þrýsta hliðum saman og aftur þrýsta á með skurðabrettinu, eða þangað til blandan er orðin þétt og helst vel saman.

Getur líka gert þér lífið auðveldara og hreinlega skúbbað öllu ofurdrallinu ofan á smjerpappír sem komið hefur verið fallega fyrir ofan í þartilgerðu móti. Þá þarftu bara að sjá um að þrýsta... ekki móta.

Eftir kram, fnas og púst setja hamingjuna inn í ísskáp og bíða eftir að kólni vel. Taka þá út úr kælikvikindinu og skera í viðráðanlegar átstærðir, allt eftir småg og behåg.

Virkilega þéttir og góðir bitar. Haldast vel saman við stofuhita og bragðið og áferðin meiriháttar flott. Munið bara að hunangið sem þið notið kemur vel fram. Svo veljið hunangið ykkar vel!

Takk fyrir og amen eftir efninu!

Verð ykkur að eðalofurgóðu strumparnir mínir.

Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar