Nautabollu-„lasagna“ með basilsprettum
Fyrir 4
- 1 pakki nautabollur með basilsprettum frá Norðlenska
- 800 g tómatpassata (maukaðir tómatar)
- 1 lítil dós tómatpúrra
- 1 hvítlauksrif
- 1/2 laukur, smátt saxaður
- 1 tsk. basil (jafnvel mun meira ef fersk)
- 1 tsk. sjávarsalt
- 1/4 tsk. pipar
- 2 msk. sykur
- 60 ml ólífuolía
- 1/4 bolli parmesan
- mozzarellaostur
Aðferð:
1. Sósan: Hitið olíuna í stórum potti. Steikið lauk og hvítlauk í 1-2 mínútur eða þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Hrærið reglulega í lauknum svo hann brenni ekki.
2. Bætið hinum hráefnunum, að kjötbollum og mozzarella undanskildum, í pottinn og látið malla við vægan hita í um 15 mínútur. Smakkið til og bætið ef til vill smá balsamediki saman við.
3. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjötbollurnar lítillega.
4. Látið olíu í botninn á ofnföstu formi. Setjið kjötbollurnar í formið og hellið pastasósunni yfir þær.
5. Stráið mozzarellaosti yfir allt og látið í 180°C heitan ofn í 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og kjötbollurnar eldaðar í gegn.
6. Berið fram með parmesan og ef til vill chiliflögum