mandag 3. januar 2022

Kjøtbollur

 



Nauta­bollu-„lasagna“ með basil­sprett­um

Fyr­ir 4

  • 1 pakki nauta­boll­ur með basil­sprett­um frá Norðlenska
  • 800 g tóm­at­passata (maukaðir tóm­at­ar)
  • 1 lít­il dós tóm­at­púrra
  • 1 hvít­lauksrif
  • 1/​2 lauk­ur, smátt saxaður
  • 1 tsk. basil (jafn­vel mun meira ef fersk)
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt
  • 1/​4 tsk. pip­ar
  • 2 msk. syk­ur
  • 60 ml ólífu­olía
  • 1/​4 bolli par­mes­an
  • mozzar­ella­ost­ur

Aðferð:

1. Sós­an: Hitið ol­í­una í stór­um potti. Steikið lauk og hvít­lauk í 1-2 mín­út­ur eða þar til lauk­ur­inn er far­inn að mýkj­ast. Hrærið reglu­lega í laukn­um svo hann brenni ekki.

2. Bætið hinum hrá­efn­un­um, að kjöt­boll­um og mozzar­ella und­an­skild­um, í pott­inn og látið malla við væg­an hita í um 15 mín­út­ur. Smakkið til og bætið ef til vill smá balsam­e­diki sam­an við.

3. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjöt­boll­urn­ar lít­il­lega.

4. Látið olíu í botn­inn á ofn­föstu formi. Setjið kjöt­boll­urn­ar í formið og hellið pastasós­unni yfir þær.

5. Stráið mozzar­ella­osti yfir allt og látið í 180°C heit­an ofn í 15 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er bráðinn og kjöt­boll­urn­ar eldaðar í gegn.

6. Berið fram með par­mes­an og ef til vill chili­f­lög­um